Góð stafræn ásýnd er lykilatriði í samkeppni. Við tökum að okkur forritunarverkefni fyrir stór og smá fyrirtæki einkum á sviði vefþróunar, smáforrita og viðmótshönnunar. Einnig öll almenn forritunarvinna.
Við erum menntaðir tölvunarfræðingar frá Háskólanum í Reykjavík og sérhæfum okkur í veflausnum, öppum og viðmótshönnun fyrir stór og smá fyrirtæki. Okkar markmið er að búa til smekklegar, skilvirkar og notendavænar stafrænar lausnir sem skila árangri.
Hvort sem um er að ræða vefsíður, öpp eða sérsniðin kerfi þá vinnum við náið með viðskiptavinum okkar frá fyrstu hugmynd að endanlegri lausn. Við leggjum metnað í að skila vönduðum lausnum sem virka eins og verkkaupinn gerir kröfur um.
Við sérhæfum okkur í að hanna og þróa stafrænar lausnir sem eru bæði einfaldar og árangursríkar. Hvort sem um ræðir vefsíður, öpp eða viðmótshönnun, þá leggjum við áherslu á lausnir sem eru hröð, notendavæn og fallega útfærð.
Við búum til hraðvirkar og notendavænar vefsíður — frá einföldum síðum til netverslana. Þær virka á öllum tækjum, hlaðast hratt og eru auðveldar í notkun og viðhaldi.
Við smíðum öpp sem eru þægileg í notkun — einföld, móttækileg og hönnuð til að leysa raunveruleg vandamál á skilvirkan og ánægjulegan hátt.
Notendaviðmót eiga að vera einföld og auðskilin með áherslu á uppröðun efnis, liti, letur og aðgengi. Mikilvægt er að notandinn geti auðveldlega skilið og notað lausnina án vandkvæða.
Haraldur Steinar er 24 ára tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Þar áður tók hann stúdentspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Helstu áhugamál Halla fyrir utan vinnuna eru .........
Lárus Arnar er 24 ára tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Þar áður tók hann stúdentspróf af tölvubraut Tækniskólans. Helstu áhugamál fyrir utan vinnuna er líkamsrækt, box og heimspekigrúsk af ýmsu tagi.
Vefsíða og kerfi fyrir forvarnaverkefni sem hjálpar börnum að þekkja og forðast hættur.
Gjaldmiðlavefsíða og öpp sem gera notendum kleift að fylgjast með og reikna út gengi á einfaldan hátt.
Tímastillir hannaður fyrir hnefaleikaæfingar með einföldu og þægilegu viðmóti fyrir lotur og hvíld.